Vinnusmiðjur – ÍSLENSKA

VINNUSMIÐJA 1 – FRÆGIR SMELLIR     Bernharður Wilkinson (FO)

Þessi smiðja er opin fyrir fólk á öllum aldri!
Í smiðjunni verður unnið með nýjar kórútsetningar af lögum eftir íslensku listamennina Björk, Ásgeir Trausta, Ólaf Arnalds og Mugison auk hins færeyska Teits.

Hér er stutt skilaboð frá Bernharði:
Sælir söngvarar, ég hlakka til að hitta ykkur öll og vinna með frábær lög eftir fræga íslenska og færeyska popplistamenn. Ég er viss um að við munum skemmta okkur konunglega við að búa til okkar eigin útgáfu af þessum frægu smellum.
Sjáumst fljótlega. Benni.

Viðfangsefni:

 • Dýrð í dauðaþögn – Ásgeir Trausti
 • Jóga – Björk
 • Nyjepi – Ólafur Arnalds
 • Stingum af – Mugison
 • Flóvin Bænadiktsson – Old folk song / dance
 • Nú brestur á við vesturætt – Teitur

VINNUSMIÐJA 2 – KVENNAKÓR    Sanna Valvanne (FI)

SYNGJUM OG SKÍNUM MEÐ SÖNNU VALVANNE!
Konur á öllum aldri eru velkomnar í vinnusmiðju Sönnu til að syngja og tjá tónlist af öllu hjarta. Taktu þátt í líflegri upphitun, hóphreyfingu og spunaæfingum sem losa um röddina og hugann. Skoðaðu lög frá mismunandi menningarheimum sem hreyfa við líkama og sál. Upplifðu öruggt og kærleiksríkt andrúmsloft þar sem þú getur verið þú sjálf, komist í samband við þitt innra barn og fundið fyrir krafti. Njóttu skapandi ferðalags í átt að gjörningi. Taktu á móti hinum forna krafti söngsins sem lyftir, læknar og tengir okkur öll.

Saman munum við syngja og skína, frá hjartanu!

Viðfangsefni:

 • Bring Me Little Water, Silvy – Huddie Leadbetter
 • Emoni Ennen  – Sari Kaasinen
 • We Are Here – Alicia Keys
 • Mamma mia – ABBA
 • Sofðu unga ástin mín (annað lag, spunavinna)

VINNUSMIÐJA 3 – KARLAKÓR      Marit Tøndel Bodsberg Weyde (NO)

Þetta námskeið er fyrir alla karlmenn sem langar að syngja með öðrum í stórum karlakór!
Í smiðjunni verður unnið með mismunandi verk fyrir karlakóra. Það verða nokkur auðveld verk bæði til að flytja og læra, eins og Lullabye eftir Billy Joel, ásamt nokkrum hefðbundnum norskum lögum sem flestir karlakórar í Noregi þekkja og syngja á norska þjóðhátíðardaginn.
Auk þess verður unnið með Ramkali raga, spennandi útsetningu á indversku raga sem er eitt af aðaleinkennum indverskrar tónlistar. Einnig verður unnið með raddbeitingu og raddtækni í karlakór.

Viðfangsefni:

 • Drunken Sailor – Sailors song
 • Pål sine høner – Norwegian folk song
 • Lullabye (Good Night, My Angel) – Billy Joel
 • Norges Fjeld – Halfdan Kjerulf
 • Ramkali Raga – From India

VINNUSMIÐJA 4 – NORDKLANG EVERGREENS       Garðar Cortes (IS) og Robert Sund (SE)

Þegar við skipulögðum þessa vinnustofu skoðuðum við allar fyrrverandi Nordklang söngbækur og völdum nokkur af bestu lögunum fyrir þig. Við kynnum eitt lag frá hverju Norðurlandanna sem taka þátt; Íslandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi.
Lögin eru allt frá auðveldum til miðlungs á erfiðleikastigi og því erum við vissir um að ná góðum árangri frekar fljótt. Efnisskráin er fjölbreytt og unnið verður með bæði falleg, heillandi, sveiflukennd og gamansöm lög sem við vonum að verði mjög spennandi.
Okkar markmið er að skapa góða tónlist í afslöppuðu andrúmslofti og þú ert hjartanlega velkomin/n í okkar hóp.
Garðar og Róbert

Viðfangsefni:

 • Ég veit þú kemur – Oddgeir Kristjánsson
 • Einki er sum summarkvøld – H. J. Højgaard
 • Pål sine høner – Norwegian folk song
 • I denna ljuva sommartid – Anders Öhrwall
 • To be or not to be – Leo Mathisen
 • Det är vackrast när det skymmer – Kaj-Erik Gustafsson

VINNUSMIÐJA 5 – HEILSUM NORÐRI!     Line Groth (DK)

Það er eitthvað við Norðurlöndin – náttúran, veðrið, kuldinn, dimmir vetur, andrúmsloftið….
Frá listrænu sjónarhorni séð eru þau svo einstaklega hvetjandi!
Engin furða að svo margir frábærir tónlistarmenn séu upprunnir frá Norðurlöndunum þessa dagana.

Í þessari smiðju munum við syngja falleg og grípandi popplög frá Íslandi, Grænlandi og Danmörku – í nýjum, frumsömdum kórútsetningum. Við lofsyngjum tónlistina sem og náttúru Norðurlandanna – og reynum með því að hvetja fólk til að hugsa vel um sameiginlega náttúru okkar og umhverfi.
Í smiðjunni munum við nota sönginn til að bæta raddtækni okkar og túlkun sem og sameiginlega tónlistartjáningu.
Á laugardeginum endum við á kraftmiklum flutningi á lokatónleikum ásamt frábærum tónlistarmönnum.

Viðfangsefni:

 • Trust – Ásgeir Trausti
 • League of Light – Julie & Nina
 • Leap of Faith – Alex Hauer, Thuy My Pham og Christopher Lund Nissen
 • Dreams – Jonah Blacksmith

VINNUSMIÐJA 6 – SJÓNRÆN UPPLIFUN OG LÍKAMSTJÁNING KÓRSÖNGVARA      Anci Hjulström (SE)

Við vinnum með einfaldar æfingar í hlustun, sviðsvitund, líkamstjáningu, samskiptum, sköpun, finnum meira sviðsöryggi, bæði hjá einstökum kórsöngvurum og kórnum í heild.
Þegar margir eru í kór á sviðinu er svo auðvelt að trúa því að hver einstaklingur hverfi í hópinn og hafi ekkert að segja. Hvað gerist hins vegar þegar hver og einn tekur ábyrgð og verður hluti af hópi sem í sameiningu flytur lag/tónlist og skapar þannig eitthvað meira?  

Við munum vinna með spurningar eins og:

 • Hvað við viljum tjá með kórtónleikum okkar?
 • Hvernig ætlum við að ná því markmiði?
 • Hvernig við getum auðveldlega fléttað kórtónlistina við hreyfingu og texta þannig að úr verði fallegur flutningur?

VINNUSMIÐJA 7 – ÍSLENSK KÓRTÓNLIST     Hreiðar Ingi Þorsteinsson (IS)

Kórtónlist ýmissa íslenskra tónskálda

Þátttakendur í þessari smiðju munu æfa og flytja fimm kórverk sem sögulega ná yfir nærri 80 ár af íslenskri kórtónlist.

 • Elsta kórverkið er Brennið þið vitar (1930) eftir Pál Ísólfsson, samið sem hluti af kantötu fyrir karlakór og hljómsveit. Í ár var verkið umritað fyrir blandaðan kór og píanó af Hreiðari Inga Þorsteinssyni.
 • Nýjasta kórlagið er Hvíld (2009) eftir Huga Guðmundsson, samið í minningu vinar hans.
 • Önnur verk eru Landið mitt (Land míns föður, 1944) eftir Þórarin Guðmundsson,
 • Maríukvæði (1995) eftir Atla Heimi Sveinsson og
 • Enginn grætur Íslending (1993) eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson.

VINNUSMIÐJA 8 – SPUNAKÓR      Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths (IS)

Við erum öll skapandi verur. Sköpun er það sem aðgreinir okkur frá öðrum tegundum á jörðinni. Sköpunargáfa er hluti af öllu okkar daglega lífi, oft án þess að við tökum eftir því. Í þessari vinnusmiðju verður þú leiddur á öruggan hátt í gegnum röð skemmtilegra og grípandi ferla sem fela í sér spuna, leiki, hreyfingu, umræður og textagerð. Áður en þú veist af ertu búinn að hjálpa til við að semja glænýtt tónverk sem þú flytur síðan með öllum söngfélögum þínum!

VINNUSMIÐJA 9 – ÍSLENSKAR ÞJÓÐLAGAÚTSETNINGAR      Guðmundur Óli Gunnarsson (IS)

Í þessari smiðju verða æfðar útsetningar á fimm íslenskum þjóðlögum:

 • Stóðum tvö í túni í útsetningu Hjálmars H. Ragnarssonar;
 • Barnagæla í úts. Jórunnar Viðar;
 • Tíminn líður, trúðu mér í úts. Árna Harðarsonar;
 • Svefnljóð (Rokkarnir eru þagnaðir) í úts. Guðmundar Óla Gunnarssonar
 • Móðir mín í kví, kví í útsetningu Jakobs Hallgrímssonar.